Sælir!
Sælir!
Ég er einn af aðstandendum Tilverunnar og langar að skýra málið.
Þannig er að Tilveran var upphaflega skrifuð sem grínvefur fyrir starfsfólk Vefsýnar og var þá enganveginn ætluð til að þola það álag sem á henni er í dag. Við höfum aldrei haft krónu upp úr rekstrinum á henni, og höfum því ekki lagt mikla áherslu á að bæta hana og breyta.
Nú verður þó líkast til breyting á þessu þar sem tekist hafa samningar um rekstur á Tilverunni, auglýsingasölu o.þ.u.l. og erum því að hefjast handa við að lagfæra hana (og þá sérstaklega að laga gagnavilluna sem orsakar að hún hrynur með regulegu millibili).
Hvað varðar Apple-búnaðinn, þá hýsum við allt okkar á Mac OS X og höfum gert undanfarin ár, en það er rock-solid kerfi sem ég mæli með að allir kerfisstjórar kynni sér. Við höfum skoðað Linux, en höfum enga ástæðu séð til að skipta um tölvubúnað, nema þá kannski helst ef okkur vantaði eitthvað fyrir kerfisstjórann okkar að dútla við.
Kveðjur góðar,
Hugi Þórðarson
Vefsýn hf.