EN
ég er orðin hundleið á öllum fréttum af þessari blessaðri keppni! “þessi segir að ísland muni vinna” “ísland vinsælast” “eurovision nördar segja ísland 1. sæti” blablabla!
ég er löngu búin að finna það út, og öruglega fleira fólk, að lagið skiptir nákvæmlega engu máli! ..þetta fer allt eftir landinu!
þótt að manni finnst það æðisleg hugmynd að ísland muni vinna eurovision mun það aldrei gerast! og fólk verður bara að sætta sig við það! ..svo finnst mér líka alveg frekar pirrandi þegar keppnin er búin hvað íslendingar verða sárir, þeir geta ekki tekið tapi!
Er búin að pæla mikið í þessu og er bara orðin leið á því hvað þessi keppni er orðin að..
||