Að lifa fyrir aðra til þess einfaldega að valda þeim ekki sorg eða vanlíðan er einhver mesta and-eigingirni sem ég veit um, að vera til í að láta sig hveljast til þessa að öðrum líður betur.
Reyndar finnst mér svolítið skrítið að fólk haldi svo oft að öllum líði bara eins og þeim líður og hvorki taka tillit til þess að fólk er misjafnt né það að það er í raun ekkert eðlilegt, þ.e.a.s. ekkert er venjulegt ef þú ert ekki að tala um það miðað við eitthvað. Það er til fólk sem finnst það ekkert sjálfsagt að lifa og það er virkilega erfitt fyrir það, og að kalla það eigingirni að enda líf sitt finnst mér ekki vera réttlátt, sérstaklega vegna þess að þetta er lífið manns, og ætti maður ekki að gera bara það sem maður vill með það?
Það eru til margar ástæður fyrir sjálfsmorði, en sú helsta er örugglega þunglyndi og ástæðurnar fyrir þunglyndi eru líka misjafnar, en stundum virðist það hreinlega ekki vera nein ástæða, umræddi gæti verið með góðan efnahag, góða kærustu/eiginkonu, góða vinnu, verið vinsæll o.m.fl. en samt verið þunglyndur. Ég kann enga skýringu á því.
Í rauninni skil ég sjálfsmorð og þ.h. mjög vel og ég ráðlegg fólki sem vill skilja þau en gerir það ekki að einfaldlega að opna hugann og vera með það í huganum að fólk er langt frá þvi að vera eins og pæla aðeins í þessu og sýna þroska. það ætti ekki að þurfa meira.
Bætt við 13. maí 2008 - 17:17
Í rauninni þykir mér það vera eigingirni í fólki að segja að það sé eigingirni í fólki að fremja sjálfsmorð.
Það að njóta lífsins og vilja lifa er í rauninni ekkert sjálfsagt og mér finnst það í rauninni vanmetið.