haha minnir mig á mjög fyndið atvik í leifstöð þegar ég var lítill og var að koma til baka frá köben.
Tollverðirnir ákváðu að taka töskuna mína í gegn og hentu henni á borð og opnuðu og byrjuðu að henda öllu bara útúr töskunni og á borðið. Allt var brotið saman og svona en þeim var alveg sama og hentu þessu bara. Svo var þarna Monopoly spil sem þeir rifu á nokkrum stöðum, bæði pakkan og sjálft borðið og einhverja seðla úr spilinu. Eftir að hafa gert þetta hentu þeir öllu aftur ofan í töskuna án þess að brjóta aftur saman og sturtuðu úr spilinu bara ofan í töskuna og allt saman.
Lokuðu svo töskunni og sögðu að við gátum tekið hana bara. Vorum þarna ég og pabbi og pabbi sagði þeim að ganga frá töskunni eins og hún var, eftir smá væl í þeim og svona þá opnuðu þeir aftur töskuna og fóru að brjóta saman og raða ofan í töskuna. Þegar þeir voru loksins búnir að því (tók góðan tíma 5-10 mín) þá spurði pabbi hvað þeir ætluðu að gera útaf spilinu sem var skemmt.
Þeir sögðust ekkert ætla að gera því það var skemmt, pabbi tók þetta ekki mál og vildi fá borgað nýtt spil. Þeir voru ekki sáttir þá og fóru að rífast í okkur.
Við fengum í pósti ávísun upp á nýtt monopoly spil nokkrum dögum seinna