Þetta er mikilvægt! Ekki því að ég er að fara að kaupa mér bíl, fara til útlanda eða svoleiðis.
Þetta er meira persónulegra og frekar nauðsynlegt. (Og nei, ég er ekki skuldug útaf eitthverju dópi eða veseni) Þetta er í raun ekki einungis fyrir mig.
Ég er þegar komin með vinnu og er að taka allar aukavaktir sem ég get. Alltaf þegar hringt er í mig þá segji ég já, ég vil sko vinna aukavakt.
Ég er að selja gamalt sem nýtt dót sem ég er ekki að nota. Ég geng (í vinnuna og annað) í stað þess að eyða bensíni og kaupa mér aldrei nammi né neitt svona sem mig langar í og þyrfi að nota minn eigin pening í. Ætla ekki að kaupa mér föt nema að ég þarf á því nauðsynlega að halda.
Ég er búin að safna saman öllu klinki úr öllum vösum og er á leið með það í bankann, beint inn á reikning. (Næstum 1000 kall hehehe, eiginlega bara einakrónur).
Get ekki komið á mig meiri vinnu. Er þegar á óföstum tímum (Eða hvað sem þetta heitir). Þannig ég myndi aldrei vita ef ég ætti tíma fyrir aðra vinnu. (Nema þó eitthvað sem ég gæti gert heima).
Er einhver með önnur ráð?
Plís. :) Hjálp!
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33