Ég hef það á tilfinningunni að þú sért ansi ungur að árum ef ég miða við það sem þú hefur sagt og svarað í þessum þræði. Að þú hafir ekki mikla reynslu af stjórnmálum eða hvernig samfélagið virkar í heild sinni. Mig grunar einnig að þú gleymir að taka mið af ýmsum staðreyndum, sem eiga til með að drukkna í háværum mótmælum fárra einstaklinga.
Svona til að byrja með, þá hefur þú sennilega skoðað tölfræði yfir þau lönd sem talin séu ákjósanlegustu löndin til að búa í. Það kemur þér kanski á óvart eftir öll þessi mótmæli upp á síðkastið, en Ísland er talið efsta eða yfirleitt eitt af þeim efstu á þessum lista þegar tekið er mið af lífskjörum og hamingju. Spilling er í algeru lágmarki miðað við önnur lönd. Helsta og eiginlega eina spillingin hér á landi felst í því að allir þekkja alla og skrítnar ákvarðanir hafa komið upp í ákvörðunum um hver eigi að taka við af hinum og þessum embættum.
Enn sem komið er þá er atvinnuleysi á Íslandi í algeru lágmarki. Ég veit ekki um það akkúrat núna en nýlega þá var lægsta mælanlega atvinnuleysi í heiminum á Íslandi. Hingað til hefur EKKERT mál verið að fá atvinnu. Þeir sem eru án atvinnu hafa eiginlega enga afsökun nema þá vegna einhverskonar fötlunar. Það er töluvert af fólki á Íslandi sem einfaldlega nennir ekki að vinna. Það er yfirleitt fólkið sem kvartar sárast því það lifir á ríkinu, á skattpeningum hinna og því í þeirra hag að væla um meira. Það er einnig töluvert um að fólk sækist eftir öryrkjubótum þegar það á kanski ekki rétt á því. Ég veit um tilfelli þar sem kona með öryrkjubætur upp á tæplega 250-300 þús kall ef ég man rétt sendi grein í morgunblaðið og vældi um hversu erfitt væri að ná endum saman. Maðurinn hennar var einnig öryrki 100% öryrki. Þrátt fyrir að vera 100% öryrki þá gat hún staulast í sjúkraþjálfun eins og ekkert væri og kvartað yfir því hversu erfitt það væri að liggja heima og bæta við fituforðan en þessi manneskja var víst mjög feit og pattaraleg. Það er víst ekki það erfitt að væla nóg í heimilislækninum og redda sér góðri prósentu af örorkubætum.
Þú talar eins og svo margir aðrir, sem virðast vita betur heldur en núverandi stjórnvöld. Samt hafa fæstir þeirra það sjónarhorn eða þá þekkingu sem þarf til að stýra landi. Það sjá allir hlutina einungis frá sínu eigin sjónarhorni, þeas þegnans sem getur einungis séð hvað hann hefur að græða.
Hefur þú einhverjar BS, master, doktors gráður í stjórnmálafræði eða viðskiptafræði?
Það er og verður alltaf þannig að það mun alltaf þurfa að fórna einhverju. Það munu aldrei allir hafa það gott, einungis er hægt að halda því hlutfalli í hámarki innan þess ramma sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Ef miðað er við að Ísland er efst á listanum yfir lífskjör þá hafa núverandi og þáverandi ríkistjórnir tekist vel til ekki satt ?
Einnig þá er auðvelt að kenna ríkistjórninni um allt saman. Fólk gleymir ALGERLEGA að horfa í sinn eigin barm. Ef þú skoðar þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru í vandræðum þá áttu næstum alltaf eftir að sjá sama tilfellið aftur og aftur.
Eyðsla, Eyðsla og Eyðsla. Hefur þú skoðað tölfræði yfir dýra jeppa og lúxusbíla miðað við höfðatölu. (lúxusbílaframleiðandi vísaði í þá staðreynd t.d í auglýsingu um daginn). Sú tölfræði er EKKI vegna þess að fólk sem á efni bílunum er að fjárfesta í þeim heldur vegna þess að fólk er að fjárfesta í eignum sem þá á EKKI fyrir!. Meira að segja í fyrstu þegar krónan byrjaði að falla þá dróst neysla alls ekki saman eins og hún átti að gera heldur jókst ef eitthvað var þangað til svo nýlega þegar fólk kemst að því að afborganirnar fyrir lánin sem það tók fyrir 10 miljón króna jeppanum hafa aukist um nokkra þúsundkalla á mánuði og þar með núverandi fjárhagsáætlun heimilisins(ef gerð var slík eins og alltaf ætti að gera) úr myndinni.
Ef það er eitthvað sem ríkistjórnin ætti að gera þá er það að KENNA íslendingum að fara vel með peningana sína. Ég á erfitt með að nefna eina manneskju sem sparar peningana sína sem hún fær útborgað. Það virðast allir eyða þeim jafn óðum og þeir fá þá.
Íslendingar eru mesta neysluþjóð sem finnst í heiminum og MARGIR eru sjálfir búnir að koma sér í þá stöðu sem þeir eru með óafsakanlegum lántökum til að kaupa bíla og eignir sem það ætti ekki að vera kaupa í fyrsta lagi. Svo má ekki gleyma þeim lánum sem oft eru tekin af ungum pörum til að fara í heimsreisur og utanlandsferðir. Það er mjög búið að aukast mjög upp á síðkastið. (grein um þetta um daginn) svo hringir það í neyðalínu hjá ráðgjöfum vegna þess að það sér ekki fram á að geta borgað afborganirnar.
Það hefur mikið verið í umræðunni lögreglumálin hérna á Íslandi. Ég er sammála um að lögreglan sé ekki alveg á réttri leið, hún virðist gleyma stundum málamiðlunum þegar þær væru sennilega hentugri. En á sama tíma þá eru íslendingar óvanir þvingunum því við erum eiginlega ein frjálsasta þjóð í heimi þegar það kemur að mannréttindum og því ekki skrítið að fólk bregðist ílla við þegar hörku er beitt gegn mótmælum. Lögreglan hefur verið á tánum í töluverðan tíma núna vegna annríkis, ofbeldis í bænum, of lítils mannafla og því ekki skrítið að hún hafi litla þolinmæði þessa daganna. Það má ekki öskra á lögregluþjón án þess að vera meisaður og tæklaður niður sem er æskileg þróun.
Það munu án efa flestir sjá á skrifum mínum að ég er frekar til hægri en vinstri. Þó að ég geti gagngrýnt ýmislegt í núverandi og þáverandi ríkistjórnarháttum þá hefur hún í heildina séð staðið sig mjög vel. Vinstri sinnaðir hafa i gegnum tíðina lagst gegn öllum virkjana og álversframkvæmdum en staðreyndin er sú að þær framkvæmdir eru forsenda þeirrar góðs hagvaxtar sem við höfum fengið að njóta.
Ef vinstri stjórn kæmist til valda og sett væri stopp á allt slíkt þá myndi hagkerfið okkar hrynja, vinstri sinnuð öfl hérna á Íslandi eru allt of öfgasinnuð að mínu mati. Fyrir þó nokkru síðan sá ég vísun í umræðu þar sem nefnt var að ef framkvæmdirnar hefðu verið stöðvaðar þá hefði ekki verið hægt að halda uppi núverandi velferðarkerfi. Eina markmiðið hjá vinstri sinnuðum virtist vera að stoppa framkvæmdirnar án þess að hafa neitt raunhæft til að koma í staðin.
Ég heyrði minnst á allskonar verksmiðjur til að búa til hitt og þetta en vinstri sinnaðir virðast ALGERLEGA hunsa þá staðreynd hvað það er dýrt að reka annað en álver og virkjanir á íslandi því vinnuaflið er OF dýrt. Það myndi ENGUM detta í hug að búa til ipod verksmiðju á íslandi þegar hægt er að reisa slíka fyrir klínk í asíu eða afríku. Það eina sem við höfum er upplýsingatækni, fiskurinn, vatnið og jarðvarmi. Upplýsingatæknin á sér mikla möguleika en hún getur ekki komið í staðin fyrir álverin og virkjanirnar, allavega enn sem komið er. Ef fólk væri almennt nægilega upplýst þá held ég að flestir væru sammála þessu.
Ég veit að það er rosalega í tísku núna hjá unga fólkinu að verða allt í einu upplýst, vera á móti ríkistjórnini. Fara og mótmæla í alþingishúsinu eins og apar með öskrum og látum eins og sumir muna nú kanski eftir. Manni finnst stundum eins og það gleymist alveg málefnaleg umræða, í staðin er notast við skríl og læti. Ekki það að ég sé á móti mótmælum, ég styð yfir höfuð bílstjórana í sínum mótmælum fyrir lækkun álagninga á eldsneyti og málamiðlun í þeirra hvíldarmálum.
Ungt fólk og margir aðrir gleyma að taka mið af ýmislegum þáttum og staðreyndum þegar það gerir sér upp álit og stefnu í stjórnmálum. Það er merkilegt hvað stuðningur við hægri sinnuð öfl hækkar eftir því sem komið er í eldri aldurshópa. Ég vil ekki gerast hrokafullur og ég veit að það mun hljóma þannig en það er oft eins og að þegar fólk gerist upplýstari þá sér það að vinstri sinnuð öfl eltast við ákveðin takmörk að því að þau eru til vinstri (takmörkin þeas) en ekki að því að sett takmörk eru skynsamleg út frá samfélagslegu sjónarmiði. Sem dæmi þá nefni ég stöðvun álvers/virkjana framkvæmda, án þess að geta komið með neitt þeirra í stað.
Allavega þá vona ég að þetta hafi upplýst einhverja og hvatt fólk til að kynna sér málin betur áður en það fer að mótmæla einhverju sem það veit svo kanski ekki hversu mikið það hefur fyrir það gert. Það er góð ástæða fyrir að Ísland trjónir á toppinum þegar kemur að velferð. Og ekki gleyma að íslendingar hafa margir hverjir komið sér sjálfir í þá stöðu sem þeir eru í með eyðslu og slæmum fjárfestingum.
Ég vona að þetta hafi ekki verið of löng lesning, geri mér vel grein fyrir að það mun sennilega bera eitthvað á málfræðivillum í þessum texta.