Ákvað að posta þessu eftir allt þetta löreglumál hér á landi.
Facebook:
Skelfilegt að sjá smákrakka, skólakrakka og hálfgerðar “fótboltabullur” æða öskrandi og froðufellandi með orðum sem ekki er hægt að endurtaka - gegn lögreglunni - í þeim eina tilgangi að láta lögreglu ráðast gegn sér fyrir framan myndavélarnar - til að sýna nú almennilega hve mikil valdanýðslan er í raun og veru???
Fjandinn hafi það hvað sumir þarna voru eins og fávitar. Ég er handviss um að stærstur hópurinn sem þarna var saman kominn var á miklum adrenalínskammti - æsingurinn var slíkur að þeir allra mestu bjálfarnir hreinlega skulfu af æsingi, aldrei upplifað svona mikið adrenalín og sannarlega átti nú að láta myndavélarnar ná því augnabliki þegar þeim tókst að storka löggunni nógu mikið til að hún léti ekki lengur vaða yfir sig og handtæki fólk og fleira..