Ég hef ekkert á móti brosköllum, þ.e.a.s. þessa venjulega sem maður sér e-ð út úr einsog t.d. =D =( o.s.fr.
En mér finnst það ansi böggandi þegar fólk er að skrifa (Y) (A) o.s.fr. á Huga eða öðrum spjallsíðum þar sem maður sér einfaldlega (Y) (A) eða það sem stendur en ekki e-n kall einsog á MSN, það er bara svo tilgangslaust og böggandi og ég ólíkt mörgum þá man ég ekki hvað kall er hvað á MSN. Eða ég man nokkra en það tekur mig yfirleitt soldinn tíma áður en ég kveiki á perunni.