Nákvæmlega hvað ætti að breytast ef þeir væru hvítir? Íslendingar voru t.d. lengi vel á svipuðum stað og Afríkubúar efnahagslega. Fólk dó hér úr hungri og frumstæðum sjúkdómum í hundruði ára. Við vorum samt að alveg jafn hvít þá og núna. Ég skil ekki alveg hvað það er sem þú ert að spyrja að.
Svo er vert að benda á að þó að svartir afríkubúar hafi aldrei verið sérstaklega “þróaðir”, þ.e komið á fót skipulögðum borgarsamfélögum, þá er ekki þar með sagt að ástandið hafa alltaf verið slæmt hjá þeim. Fyrir nýlendustefnu Evrópubúa þá bjuggu þeir í tiltölulega friðsömum, frumstæðum samfélögum. Eftir að Evrópubúar ráðast inn, stela öllum verðmætum og leggja íbúana í eilífan þrældóm þá koma upp hlutir eins og hungursneið, alsherjar stríð, þjóðarmorð, valdarán, uppreisnir, kynþáttafordómar, hópnauðganir og fleira. Þessir hlutir voru ekki til staðar fyrir landvinningana. Síðan bjuggu margir frjálsir svartir menn í múslimska heismveldinu í skipulögðum samfélögum í norður og austur afríku og á Arabíuskaganum fyrir hundruðum ára, svo það er ekki hægt að segja að allir svertingjar hafi alltaf verið frumstæðir.
´
Varðandi seinni hlutann þá er þróunaraðstoð ein af meginástæðunum fyrir áframhaldandi vandamálum í heimsálfunni. Hinsvegar þá er hjálparstarf þar starfrækt með góðum árangri, en þá þarf einhver að vera á staðnum til að sjá til þess að hún komist til skila. Eina raunverulega lausnin á þessu ástandi er að koma á almennilegum viðskiptasamböndum við önnur ríki, sem var það sem kom okkur Íslendingum upp úr eymdinni t.d. með sölu á fiski. En hin þróuðu ríki heimsins gera allt sem þau geta til að hindra að það gerist í Afríku, ásamt því að margt vantar upp á í innviðum samfélagsins til að byggja þau upp.