Nú stendur þannig á að ég þarf að gera ritgerð í samfélagsfræði.
Efnið sem ég þarf að skrifa um hljómar svona á blaði sem kennarinn gaf mér:

" Hvaða kosti og galla hefur það í för með sér að búa á Íslandi með hliðsjón af náttúrufari, lífskjörum, mannréttindum, stærð samfélagsins og annarra þátta sem þér dettur í hug.

Ennfremur að athuga með hvaða þjóðum Íslendingar eiga mest sameiginlegt með og eiga helst samleið með út frá eftirtöldum þáttum; frá fyrri tíð, landfræðilega, stjórnarfarslega, að skapferli og að menningu.

Munið að rökstyðja vel ykkar eigin skoðanir


Hún segir svo að við megum nota kennslubókina sem heimild en einnig að nota tvær aðrar heimildir.


Er það bara ég eða er þetta erfitt efni?

Mér finnst alveg ómögulegt að finna áreiðanlegar heimildir um þetta á netinu og kennslubókin er bara ekki að hjálpa mér og ekki reynir kennarinn neitt að hjálpa mér ef ég bið um smá útskýringu.

Ég fatta um hvað efnið snýst en ég mér finnst þetta bara hryllilega erfitt.


Langaði bara aðeins að ”nöldra"