Ég varð aldrei þreyttur á Árna +Johnsen. Gísli Rúnar bjó hann snilldarlega til. Stelsýkin hjá honum var bráðfyndin og hvað Vala Matt var gerð tóm í hausnum þegar hann rétti henni GSM-inn hennar. Sönn íslensk sakamál atriðið var frábært en það sem var þó best var:
Flytjandi: Kantstein
Lag: Þú brást
Og Dabbi kóngur rappið var líka skemmtilegt.
Svo voru fjöldamörg atriði sem voru sprenghlægileg. T.d. “Ólöglegt verðsamráð” (sérstaklega þar sem pabbi vinar míns er í “grænmetinu” og við vinirnir eru alltaf að kalla pabba hans mafíósa).
Bjössi Willis var fyndinn sem og Gettu betur. Ég hef alltaf haft svolitla andstyggð á því þegar það er verið að gera grín að pólitíkusum vegna þess hve leiðilegt það hefur ávalt verið en ég hef aldrei áður séð það svona vel gert. Þetta var allt saman skemmtilegt.
Eurovisionið var fyndið. Eggert var frábær sem sjónvarpsstjórinn, enda einn af albestu leikurum okkar Íslendinga.
Frábært Skaup í alla staði og þeir eiga lof skilið sem komu að því.
Ps.
Stefán Karl Stefánsson er einhver besti leikari sem hefur komið fram á sjónarsviðið lengi.<br><br>——————————
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Tékkaðu á síðunni minni…</a