Arrrrgghhh ég er búin að vera með fjörfisk í auganu síðan hálf 8 í morgun >.< og þetta er að gera mig vitlausa! Hann hættir bara ekki!
Vitiði hvort það er hægt að gera eitthvað í þessu þannig að þetta hættir?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.
Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.
Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir.
Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku.
Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.