Það eru ekki til ákvæði í kjarasamningum um nokkuð sem kallast jafnaðarlaun. Þetta hefur verið notað til að borga fólki sem vinnur mikið á nætur og kvöldvöktum til að ná laununum niður, t.d. hjá erlendu starfsfólki sem þekkir illa réttindi sín. Ef vaktir dreifast jafnt, þ.e. morgun, dag og kvöldvaktir, kemur þetta oft út á það sama og taxtar skv. kjarasamningum en oftar ver. Einnig hafa atvinnurekendur stundað s.k. ,,verktakagreiðslur" þar sem starfsfólk er upp á sjálft sig komið með lífeyrissjóði, tryggingar o.fl. Yfrivinna og útköll eru oft ekki greidd samkvæmt útkalli sem er að mig minnir 3,5 tímar að lágmarki. Semsagt, skoðaðu hvernig vaktafyrirkomulagið er, hringdu í stéttafélagið þitt og spjallaðu við þá þar um laun og kjör.
Ég ætla nú ekki að vera bölsýnn, en það er bara þannig að sumir atvinnurekendur borga illa og láta starfsmenn sína hreinlega fá samviskubit yfir því að fá laun yfir höfuð…
En þetta er skemmtileg vinna og kaffi er frábært! Svo er jú ósangjarnt að setja alla atvinnurekendur undir sama hatt. Taktu bara öllu með fyrirvara og spjallaðu við starfsfólkið sem er fyrir. Það eru yfirleitt ör mannaskipti á vafasömum vinnustöðum.
Gangi þér vel,
Hugi
Já, ég var mjög svekkt þegar ég heyrði orðið jafnaðarlaun í viðtalinu, hef slæma reynslu af því og finnst það rosalega ósanngjarnt. En þetta er reyndar kaffihús sem er að ég held ekki opið langt fram á kvöld, heldur svona ca til 18-19.
Konan sagði reyndar að það væri góður andi þarna… Vona bara að það standist :P En ég á allavega að mæta í prufu á laugardaginn, eftir það get ég séð til hvernig mér líst á þetta.
Takk fyrir svarið =)
Ég finn til, þess vegna er ég
0