Árum saman hafa þeir sem eru góðir í íþróttum stætt sig af því að hafa náð háu levelli í píp-testi, þeir sem að hafa ekki áhuga á því að hreyfa sig óþarflega mikið þurfa því að sætta sig við þá niðurlægingu að hætta á level 5-8 (allaveganna í mínum skóla, stelpur hafa í einhverjum tilvikum hætt fyrr…)
Fyrir ykkur sem að vitið ekki nákvæmlega hvað píp-test er eða hvernig það fer fram þá kemur hér stutt og hnitmiðuð útskýring:
Þú hleypur 20 metra fram og þegar þú heyrir hljóðið máttu hlaupa af stað aftur 20 metrana.
Þú byrjar á level 1 sem er 8,5 km/klst.
Hvert level er 60 sekúndur og þá kemur næsta level.
Í hvert sinn sem að þú kemst á nýtt level hækkar hraðinn um 0,5 km/klst.
Síðasta levellið er 23 en þar hleypuru á 19,5 km/klst.
Ef þú klárar öll levellin hefurðu hlaupið 5580 metra.
Ég ætla hinsvegar að spyrja ykkur hvert ykkar met sé í píp-testi.
Sjálfur tók ég það bara í fyrra skiptið í 10. bekk og það var ekki metið til einkunnar en þá náði ég level 8.