Ýtir einhverstaðar á..
Þar sérðu eitt af þrennu: tölu, auðan flöt eða sprengju (þá ertu búinn að tapa)
Ef það er auður flötur þá er engin sprengja í næstu kössum við flötinn sem þú ýttir á.
Ef það er tala þá eru það margar sprengjur sem eru í kringum flötinn sem þú ýttir á.
Sprengjurnar geta verið hvar sem er í flötunum 9 sem tengjast fletinum sem ýtt var á.
Trickið gengur út á að nota tölurnar og þær í kringum flötinn til að finna sprengjur og hreinsa alla fleti nema þá sem sprengjur eru í.
Tökum sem dæmi, allir fletir eru lausir nema 2. Segjum að þeir séu hlið við hlið vinstri og hægri. Hægra megin við hægri flöt stendur í fletinum 1. Vinstra megin við vinstri flötinn er auður flötur.
Það þýðir að ekki er sprengja neinstaðar hliðiná þeim fleti og þar af leiðandi hlýtur sprengja að vera í hægri fletinum.
Ég er veikur já og veit ekki alveg afhverju ég er að koma með útskýringar á hvernig þessi leikur virkar en mér finnst hann allt í lagi, samt ekkert spes.
Vonandi meikar þetta eitthvað sens