Var geeeeeeeeeeðveikt þreyttur um átta leytið og var alveg í því að hlakka til að bara að fara að sofa. En svo þurfti ég auðvitað að skokka heim frá vini mínum og þegar ég kem heim er ég bara orðinn geðveikt hress aftur. Hata þegar þetta gerist :(
Já vá, kannast við það. Dagurinn í dag er gott dæmi, er búin að sitja út þrjá leiðinlega stærðfræðitíma hálf hrjótandi ofan í bókina að hlakka til að komast heim upp í rúm. Neinei, núna þegar ég er komin heim er ég eldhress og ekkert að gera.
Oh, já bögg. Eins og þegar maður er geðveikt að sofna fyrir framan sjónvarpið. Svo kemur maður sér inní rúm og fer að sofa..þá er maður hress.
Og eins og um daginn. Var brjálað að gera í vinnunni um daginn og ég sofna fyrir framan sjónvarpið um 10. Þá byrjar vinkona mín að sms-a mig og segist ekki geta sofnað og sér leiðist. Og ég segi henni að ég þurfi eiginlega að fara að sofa. Og hún bara já ok góða nótt. Eftir 10 mín fæ ég sms: Ertu samt búin að fá páskaeggið þitt? Og þá er ég glaðvöknuð og sofna ekki fyrr en eftir hálf 12 -__-
Ég átti að mæta í skólann kl 8:00 í gærmorgun, en tvem dögum áður hafði ég verið í tölvunni til 4 um nótt og sofið til kl 13:00. Það fór nú ekki betur en svo að ég svaf af mér vekjaraklukkuna, vaknaði kl 15:04 og lá svo andvaka í um 3 1/2 klst í nótt. :p
Haha. Venjulega sef ég bara ekki neitt fyrsta daginn eftir langt frí, auðveldasta leiðin til að venja sig af sólahringssvissunum. Þessi staki dagur er reyndar helvíti á jörð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..