Þannig er það að mamma mín fá til USA um daginn og skildi bílinn eftir uppá velli til þess að láta hann í þrif. Ílla þrifinn jájá.. Kústuðu hann helvítin :@
Jæja, um nóttina komast mamma og stjúpi að því að bílnum sé stolið.
Það sem gerst hafi löngu fyrr var það að stjúpi hafði týnt aukalyklinum, greinilega í bílnum..
Og maðurinn sem þreif bílinn hafði fundið lyklana undir sætunum. Helvítið seldi einhverjum dópistum upplýsingar um hvar bíllinn væri niðurkominn og lykilinn með.
Bíllinn fannst nú samt fyrr í dag, sem betur fer.
Nema það var búið að rífa bluetooth tæki úr bílnum og eyðileggja eitthvað í skottinu. Það hafði heldur aldrei verið reykt í bílnum, nema núna.. Þeir höfðu keðjureykt og askað út um allan bíl.
Eina sem þeir vilja gefa upp er það að mamma hafði lánað sér bílinn. Hver lánar random fólki rándýra bílinn sinn?
Nú eru þeir sem löggan náði á bak við lás og slá og verða það í einhvern tíma..

Svo ég bið fólk um að passa sig að vera ekki með verðmæti í bílunum sínum þegar það fer með bílinn í þrif..

Hvernig getur fólk verið svona heimskt? Og er ekki hægt að sjá hverjir hafi þrifið bílinn uppá velli?
Og það er annað sem ég skil ekki.. Hvernig getur fólk haft það á samviskunni að hafa stolið bíl? Þurfa að sitja inni og neitað að gefa upp réttar upplýsingar? Ég meina, hvað græðir það á þjófnaði, annað en peninga?
Það er engin hamingja(allavegana ekki hjá mér) bara samviskubit sem ég myndi græða á!!
Súkkulaðihjartað <3