fínt að hafa þessa pólverja hérna ef þeir læra íslensku, ekkert meira pirrandi en fólk sem á heima í landinu en reyna ekki einusinni að læra tungumálið.
Þeir eiga nú að ráða því sjálfir hvort þeir læri íslenskuna eða ekki. Ef þeir velja að læra hana ekki þá er það fyrst og fremst þeirra eigið vandamál, sú ákvörðun dæmir þá til að vinna láglauna skítavinnur og einangrar þá frá samfélaginu.
Maður veit ekki heldur hversu lengi þeir hafa ætlað sér að vera hérna, kannski í mesta lagi ár eða svo.
Miðað við að það tekur íslendinga sem flytja til Danmerkur hálft til 1 ár að verða flinkir í dönsku, tungumáli sem þeir hafa grunn í og er bæði frekar einfallt og líkt íslensku þá getur þú rétt ímyndað þér hve mikið maður getur lært í tungumáli sem maður hefur aldrei heyrt, gjörólíkt móðurmálinu og eitt erfiðasta tungumál í heimi.
Fyrir utan það að það er mjög erfitt að læra íslensku fyrir utan skólastofuna vegna þess að íslendingar eru óþolinmóðir hálfvitar. Ef innflytjandi gengur inn í verslun og spyr um eitthvað á bjagaðri íslensku þá fær hann í 95% tilvika svar til baka á ensku.
Ég bý í Noregi, búinn að búa hérna í 7 mánuuði og er orðin frekar flínkur en hér var alltaf talað við mig á norsku, það var ekki fyrr en fólk hafði endurtekið sama hlutinn 3-5 sinnum sem ég fékk svar á ensku.
Miðað við það sem ég hef verið að lesa hér á Huga, í fréttum og á Skapari.com eða ÍFÍ þá er ég mjög feginn því að vera íslendingur í Noregi en ekki Norðmaður á Íslandi.
Fólkið hérna er vingjarnlegra, afslappaðra, kurteisara, þolinmóðara og umburðarlyndra en á Íslandi þar sem lífsgæðarkapphlaupið ræður ríkjum allt er að springa úr spennu, hatri, frekju, fordómum, stressi og neysluaæði.