Ég ætla að reyna að fá mér ekkert :). Annars þá verð ég að vinna fyrripartinn á páskadag svo að páskaegg eru pointless ef ég get ekki horft á brnatímann á meðan ég borða það :c.
Það eru tvær leiðir til að öðlast innri frið: Að gera
Ég ætlaði bara að kaupa mér eitt lítið, nr. 2 eða 3, en svo komu foreldrar mínir með strumpapáskaegg nr. 4 fyrir mig :) Ég held að þau séu að múta mér til að ég komi oftar heim (bý eiginlega ekki heima lengur) :P
Fæ amk eitt núna, og vonast ekki til þess að fá fleiri. Fékk einu sinni eitt árið 3..Eitt frá mömmu, eitt frá pabba og eitt frá vinnunni.. Og þau entust ekki lengi. Ugh. Mitt er frá Kólus, vinkona mín var að koma með það áðan, er mega spennt:D
Fékk eitt númer þrjú frá vinnunni sem ég er búinn með og svo átti kærastan mín líka eitt númer þrjú, sem ég er líka búinn með. Og svo á ég eitt númer fimm sem ég ætla að geyma!
fæ sennilega eitt frá mömmu, eins gott að það verði strumur á því, og svo keypti kærastinn eitt risastórt handa okkur saman,svo fékk hann eitt frá vinnunni sem ég hef augastað á líka…. me likes chocolate :)
Var að klára að búa eitt til handa kærustunni. Fæ sjálfur ekkert, finnst þetta ekkert spes. Mamma mín ætlar að gefa mér samt lindor konfekt eða eitthvað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..