MT '08
Átti þetta að vera djók? Agent Frisco, Endless dark og eitthvað rapparapar sem rappaði um unglinga í dag.
Ok, ég byrja á byrjun.
Agent Frisco var ein leiðinlegasta hljómsveit sem ég hef komist í tæri við á ævinni. Hljóðfæraleikarnir allir spilandi í einni kássu meðan söngvarinn öskrar og vælir til skiptis meðan hann sveiflar á sé höndinni eins og hann sé hreyfihamlaður á öðrum parti líkamans.
Endless Dark…. hvað get ég sagt? Metalcore… jújú það er til fólk sem fýlar þetta en fyrir fólk sem kann að meta tónlist ekki eitthvað öskur þá var þetta meira en hræðilegt.
Svo var þetta rapparapar þarna… þau röppuðu alveg ágætlega ekkert að segja um það en textinn í fyrra laginu lét mig fá kjánahroll og eitthvað sem átti 2. sætið alls ekki skilið.
Sætin:
1.Agent Frisco
2.Rappers?
3.Endless Dark
To be honest þá hefðu “Hinir” átt að vinna þetta. Lögin þeirra voru vel spiluð og vel samin, textarnir þéttir og stóðu sig mjög vel.
Svo voru það Happy Funeral sem stóðu sig líka vel með frábæran söngvara.
Mín skoðun:
1.Hinir
2.Happy Funeral
3.Blæti/The Nellies.
Takk og skítköst vel þegin.
kv. frissi djamm