Allir vilja vera vinsælir, allir vilja stunda kynlíf..
Auðvitað. Allt eðlisrænt sem heldur tegundinni gangandi er auðvitað eitthvað sem maður verður að gera. Annar værum við löngu útdauð. Við erum ekkert að fara að þróast frá því sama hversu öflugur heili okkar verður.
Hvernig getur þú verið svona viss um að við hugsum sjálfstætt?
Ég hef allavega alltaf getað gert hvað sem ég vil svo lengi sem það fer ekki gegn sterkasta eðli mínu (þótt það sé mun daufara en hjá dýrunum) eða uppeldi mínu. Annars veit maður aldrei 100%.
Vilja ekki allir það sama, eða a.m.k. svipað?
Ertu kannski að rugla saman að geta stjórnað eigin gjörðum og að vilja gera einhverja random hluti sem meika ekkert sens? Maður þarf ekki að vilja smyrja hausinn á sér með hnetusmjöri til að vera með sjálfstæða hugsun.
Hugsanlega finnst dýrum þau vera með sjálfstæða hugsun, en við sjáum að þau hafa það ekki.
Efast um að heili dýra sé nógu flókinn til að rúma hugsanir eins og þetta, hvað þá að skilja hvað ‘sjálfstæð hugsun’ er.
Og síðan hvenær erum við ekki dýr?
Ég hefði átt að setja ‘önnur dýr’ þarna frekar.