korkurinn þinn er mjög nauðsynlegur til að
fólk fari að velta því fyrir sér hvort “þetta líf”
sé eitthvað líf yfirhöfuð. Það er rétt af þér að
vera argur yfir þessum aðstæðum enda finnst
mér sjálfum þetta vera alltof mikið svona.
Eins konar autopilot eða að vera gangandi í svefni.
Eitt sinn kynnti ég mér heimspeking sem heitir Gurdjieff,
googlaðu hann endilega. “Þetta líf” tekur hann fyrir,
en hann taldi að við lifum mestalla okkar ævi í þessu
svefngengils ástandi.
Svo er líka allskonar hollar bókmenntir og rit til um
þessa hluti (bókin um veginn, spámaðurinn, bækur
Gurdjieffs og margt margt fleira).
“þetta líf” er nefnilega ekkert líf. Þar styð ég þig fullkomlega.
Það sem við erum að leita að er “vakandi” tilfinningin.
http://en.wikipedia.org/wiki/GurdjieffGurdjieff hefur a.m.k. hjálpað mér mikið,
(engar áhyggjur, þetta er ekkert klikkað sértrúarsafnaðardæmi).
Svo gaf Siggi Pönk (sigurður harðarson) út bók fyrir ekki löngu
síðan sem heitir Dansað á ösku daganna. Þar er mikið af
frábærum uppvekjandi sögum og frásögnum, kerfið sem
“þetta líf” er mótað af er þar gagnrýnt af hörku.
Gurdjieff claimed that people do not perceive reality, as they are not conscious of themselves, but live in a state of hypnotic “waking sleep.”
“Man lives his life in sleep, and in sleep he dies”. [7] Gurdjieff taught that each person perceived things from a completely subjective perspective. Gurdjieff stated that maleficent events such as wars and so on could not possibly take place if people were more awake. He asserted that people in their typical state were unconscious automatons, but that it was possible for a man to wake up and experience life more fully. [8]
ofanverður partur er af wikipedia.
Einnig hafa margar kvikmyndir fjallað um þetta efni,
m.a. Truman Show, the Matrix, eXistenZ, Fast Food Nation,
Waking Life, the Holy Mountain og fleirum. Ekki endilega að
leikstjórarnir eða handritshöfundarnir séu sjúkir Gurdjieff
aðdáendur (ef svo mætti kalla) heldur er þessi tilfinning
um autopilot eða “sleepwalking” í lífi manns mjög algeng
í nútímasamfélagi neyslu, auglýsinga, efnishyggju og
yfirborðskenndar (til dæmis það að allir þurfa jeppa, hvað
er eiginlega málið). “þetta líf” er umfjöllunarefni í öllum löndum
heims, og vangaveltur um “þetta líf” má finna í öllum,
hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.
endilega skoðaðu málið,
kv.
Barrett