Hehe já ég veit ekki, kannski vantar þig bara betri kennara. Það er mjög erfitt að kenna stærðfræði. En ég ætla að reyna að hjálpa þér smá.
Sko, það eru bara til fjórar aðferðir, plús, mínus, deiling eða margföldun. That's it. Þetta er ekki flóknara. Veldi eru bara stytting á margföldun, svigar eru bara frekjudósir sem vilja komast framar í reikniröðina og það mikilvægasta, 0. Núll. Skiptir miklu máli. Hin gullna miðja, ekki neitt. Menn hafa oft pælt í því hvort þetta sé uppfinning eða uppgötvun og er ennþá deilt um það. Muna bara að það sem er fyrir neðan 0 er akkúrat andstæðan við það sem er fyrir ofan 0. Svipað og kannski hendurnar þegar maður spilar á píanó, hægri hendin eru + tölur og vinstri - :p
Veit samt ekkert í hvernig stærðfræði þú ert, þannig ég veit ekki alveg hvað ég á að segja.. Fylgjast með í tímum og líta á þetta sem einskonar þraut. Þetta reddast :)