jæja ég gerði mér ferð út í dag í þessum helvítis kulda og ætlaði mér að versla hitt og þetta.
Ég byrjaði að fara í Smáralindina og þar var allt lokað !!
Jæja ég ákvað nú að gefast ekki upp, það hlyti nú að vera opið í gömlu góðu Kringlunni.
EN NEI !!! Allstaðar lokað !!
Hef ég misst af einhverju ?? Samkvæmt mínu dagatali þá er 27. desember sem er enginn frídagur og flestir sem ég þekki eru í vinnunni sinni.
Hvernig í andskotanum stendur þá á því að allar búðir ákveði að hafa lokað og auglýsa það í þokkabót ekkert !!!
Ef maður fer inná heimasíðu Smáralindar þá er nú einhversstaðar sagt að það sé lokað í dag en ekki á heimasíðu Kringlunnar.
Hver líka býst við því að það sé lokað á ósköp venjulegum degi ?
*MEIRIHÁTTAR PIRRSVIPUR !!!!!!!!!!*<br><br>Kveðja Kisustelpan :-)