Það eru líka til listamenn sem gera hlutina ókeypis vegna þess að þeim langar ekkert að verða ríkir og er ekkert að þessu til að græða.
Það er af því að þeir vilja fyrst safna kvóta af aðdáendum. Þegar það er komið með nóg af því þá fer það útí alvöru business. En heldur samt áfram að gefa til að gleðja. Trúðu mér ég þekki fólk sem fór í svona business. Það gaf út tvo leiki en það er nú bara eðlileg ástæða fyrir því. Þeir gátu hvorteðer ekki selt endurgerða leikinn af því að það átti ekki höfundarréttinn af því en það er samt með leyfi frá rétthöfundum að gefa þá út eingöngu frítt. En vegna þess að það vantaði pening þá fóru þeir að gera sinn eigin tölvuleik sem þeir ákváðu að selja. Salan á því hefur verið frekar dræm.
En jújú til eru listamenn sem gera þetta eingöngu til að gleðja fólk en eins og ég sagði það verður samt að hafa efni á því.
Ég er t.d tölvuleikjasmiður en samt ekkert rosalega góður í því þess vegna get ég ekki selt minn eigin tölvuleik. En það er til svipað fólk í minni aðstöðu sem útbýr tölvuleiki og gefur það frítt af því að það þykir hvorteðer ekki svo söluvænt.
http://bigbluecup.comFullt af ókeypis nýjum tölvuleikjum þar eftir tölvuleikjaáhugafólk sem langar að búa til sinn eigin tölvuleik þar.
Bankar hafa líka verið að gefa og bíóhús hafa líka verið að gefa bíómiða en það gerir það eingöngu vegna þess að það hefur efni á því og það gerir þetta aðeins til að fá gott umtal um sig og auglýsingu. En eins og ég sagði allir þurfa að lifa á peningum. Listamenn skíta ekki peningum.
Þess vegna er Smáís að koma í veg fyrir að fólk steli verkin frá erfiðisvinnu sem listamenn lögðu mikla vinnu í.
En eins og ég sagði sumir hafa aukavinnu fyrir utan það að vera gefa út plötur. Allir listamenn þurfa að hafa fyrir því að eiga fyrir hlutunum og koma sér á framfæri. Það getur það ekki ef sífellt er verið að stela frá þeim.
Sjálfur er ég listamaður líka og þess vegna skil ég vel málstað Smáís.
En auðvitað viðurkenni ég að ég hef ansi oft líka downloadað höfundaréttvarið efni. En ég hef aldrei notað torrent til þess. Ég nota t.d youtube.com til slíks brúks.
Þannig að ég er svona bæði á móti hnuplurum og með hnuplurum…
Þetta er flókið mál ég veit hehe.
Bætt við 7. mars 2008 - 21:50 Þarna kom ég svoldið upp um mig..en ég var í tölvu og viðskiptabraut í FB á sínum tíma og…æi ég held bara kjafti núna. Vonlaust hehe!