a_1, a_2, a_3… o.s.frv. eru bara tölur. Þú gætir alveg eins notað a, b, c o.s.frv. nema hvað að hér erum við með óákveðinn fjölda talna svo það er hentugra að nota þessa heiltölustuðla (fótmerkingar) til að merkja hverja tölu með sæti sinni í röðinni. Við vitum ekki einu sinni hvort stafrófið endist til að búa til allar tölur sem við þurfum.
Þar að auki stendur seinasta talan, n, fyrir fjölda talna í þessari talnarunu, sem er hentugt.
Önnur leið til að líta á þetta er að a sé fall sem tekur heiltölur og við skrifum bara a_1, a_2, a_3 í stað a(1), a(2) og a(3). Þetta krefst aðeins annars konar hugsunarháttar svo hin leiðin, að sjá þetta einfaldlega sem tölur er líklega einfaldari.
Bætt við 5. mars 2008 - 14:15
“sæti sínu”, ekki “sæti sinni” :)