Ég fæ alltaf svo mikil fiðrildi í magan þegar e-ð sem ég hef verið mikið að pæla í birtist í stjörnuspánni minni. Finnst það alveg hræðilegt þegar ég geri mér grein fyrir því að það er satt :S
Stjörnuspá Bogmaður: Finndu aftur töfrana, draumana og stóru hugmyndinar og hvað þú ætlar að verða þegar þú verður “stór”. Láttu hugmyndirnar flæða og gerðu breytingar.
Steingeitin: Þegar viss aðili horfir á þig með stórum augum, þá kiknarðu í hnjánum og ert tilbúinn að gefa hvað sem er. Forðastu þennan aðila þegar þú þarft að sinna sjálfum þér. <- Mín stjörnuspá.
Myndi taka þessu virkilega alvarlega.
“It was wonderful to find America, but it would have been more wonderful to miss it.” Mark Twain.
Já, en það er náttúrulega hlaupár í ár þannig að árið er einum degi lengra. Ekki skrítið að hann hafi ruglast svona, en hann hafði í rauninni rétt fyrir sér.
Kallast the barnum effect. :d Eitthvað mjög almennt er skrifað og þér er sagt að það eigi við um þig en í alvörunni á það við um stóran fjölda fólks. Oft notað í stjörnuspám, persónuleikaprófum og þess háttar. Lærði þetta fyrir 2 árum! :D
Vá, sjitt.. þetta gæti bara næstum alls ekki þýtt hvað sem er. Á meðan þú berst við að skilja eitthvað í þessu býrðu sjálfkrafa til merkingu sem þér “passar”.
og sko morguninn eftir versta dag lífs míns þá las mamma fyrir mig ‘stjörnuspána’ mína úr blaðinu Galdrastelpum (sem litla systir mín er áskrifandi af) og vá þetta passaði svo skuggalega mikið við mig ;o
Mér finnst svona vera bara kjaftæði, alveg hægt að hafa gaman að þessu en samt fyndið þegar fólk tekur þessu grafalvarlega. Ef maður er að leita að einhverju í spánni sem passar við mann þá getur maður yfirleitt fundið það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..