Við fengum mjög góð sæti, bara góð stemning og allir að hafa gaman þangað til það kom að atriði Eurobandsins. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það eru skiptar skoðanir um þetta lag eins og allt annað en fyrir aftan okkur sátu semsagt piltar, líklega í kringum 25 og búuðu, öskruðu orð eins og “fokking hommi”, “HOMMI”, “aumingi” og fleira, undir áhrifum áfengis.
Þetta er einfaldlega leiðinlegt og það þótti kannski móðgandi fyrir um 50 árum að vera kallaður hommi en Friðrik Ómar er hommi, það er ekkert flóknara en það, það er eins og að öskra á mig að ég sé hvítingi?
Ég hef verið var við ýmsar yfirlýsingar hérna á huga núna í hita augnabliksins og mér finnst bara sorglegt og mjög óþroskað að vera með svona leiðindi. Ef það er eitthvað sem ég veit er það hvað þau í eurobandinu, og að sjálfsögðu aðrir keppendur, eru búin að leggja gríðalega vinnu í þetta og eiga þetta fyllilega skilið, hvort sem Friðrik sem hommi eða ekki.
Mercedes Club er með fínasta lag, gekk greinilega ekki alveg nógu vel hjá þeim í kvöld en 2. sætið er nú ekkert til að grenja yfir. Svo voru Dr. Spock náttúrulega alveg frábærir og ég hefði alveg verið til í að sjá þá fara út.
Þannig já, þið sem kallið hann hommatitt og aumingja þá get ég sagt ykkur að hann gæti ef hann vildi neglt fleiri og flottari gellur á viku en flestir af ykkur, greinilega óöruggu með kynhneigðina, á allri lífsleiðinni.
Verum ekki óþroskuð og internethörð, þetta er nú einu sinni bara eurovision.
Born to Raise Hell