Ég er svo pirruð út í enskukennarann minn að mig langar að fara að gráta.
Í fyrsta lagi er hún frá Austur-Evrópu. Hún er með undarlegan hreim, getur ekki borið fram nema örfá orð og ég skil oft ekki orð af því sem hún segir. Hún skilur ekki heldur nemendurna heldur skáldar bara það sem við segjum. Ef ég spyr hana að einhverju svarar hún ekki spurningunni, heldur svarar bara út í loftið um efnið. Hún tekur líka fyrir ákveðna nemendur og spyr að öllu. Ég þoli ekki þegar kennarar gera það. Það er bæði óþolandi þegar maður er ekki í uppáhaldi og eiginlega verra þegar maður er í uppáhaldi.
Í öðru lagi er hún ekkert mikið betri en ég í málfræði. Hún notar stór fancy orð en notar þau ekkert alltaf rétt og gerir skrítnar málfræðivillur.
Núna var hún að láta okkur gera verkefni um Pokemon (eða pókmon eins og hún segir það) tölvuleik þar sem við eigum að skrifa lítil orð á línur sem er ekki hægt því hún er búin að krota það allt út til að merkja “flóknu setningarnar”, sem eru allar eitthvað eins og “… as cute as …”. Sem er BTW sama málfræði og við vorum að læra í ENS 103. Ég er núna í 403.
Í síðasta lagi þoli ég ekki enskukennslu. Við erum í 3-eininga áfanga, við hljótum að vera ágæt í ensku. Samt erum við ennþá að læra sömu málfræði og fyrir 2 árum. Ég var í alvörunni að læra muninn á “to come” og “coming” um daginn. Ég hélt að það væri eitthvað sem maður lærði í grunnskóla.
Verst að ég þarf að taka þennan áfanga til að geta útskrifast. Annars væri ég löngu búin að skrá mig úr honum.