Ég labbaði heim frá vini mínum núna um ellefuleytið. Það var vægast sagt svaðilför.
Ég gekk fyrst á göngustíg en gafst upp á honum eftir smástund því hann var flugháll og vatn á honum. Ég tók yfirleitt tvö skref og rann svo eitt til baka. Ég ákvað að klofa frekar snjó inn á götu sem var nálægt og prófa að labba hana. Það var auðveldara, minni hálka og meiri snjór sums staðar á göngustígnum sem var gott.
En þegar ég kom úr úr þeirri götu á safngötu þá var illt í efni.. ég þurfti að labba á móti vind (u.þ.b. 25 m/sek myndi ég giska á). Til allrar hamingju var ekki hálkublett að sjá á öllum þessum vegi, ég væri örugglega ennþá úti ef svo væri. Ég stoppaði 4-5 sinnum á þeim 150 metrum sem ég þurfti að labba þá götu einfaldlega því ég gat ekki hreyft mig áfram vegna roksins. Svo beygði ég inn í aðra safngötu sem var nokkuð greiðfær alla þá sirka 400 metra sem ég gekk.
Síðan var komið að götunni sem húsið mitt er í. Þá fyrst var erfitt að labba: aftur mótvindur og í þetta skiptið óumflýjanlegir hálkublettir. Sem betur fer er þetta lítil gata svo ég þurfti aðeins að ganga um 50 metra en það tók jafnlangan tíma og það tók mig að ganga safngötu númer 2. Það voru tveir stórir hálkublettir sem ég varð einhvern veginn að komast fram hjá. Á þeim fyrri var smá “eyja” þar sem engin hálka var og ég ákvað að reyna að stökkva á eyjuna og stökkva svo yfir á malbikið. Það tókst nú ekki betur en svo að ég stökk, lenti, og fauk svo aftur á byrjunarreit. Ég reyndi fimm sinnum, alltaf það sama. Þá stökk ég í garðinn hjá nágranna mínum og klofaði snjóinn þar yfir á malbikið. Þá var komið að hálkublett númer tvö sem ég reyndi einu sinni að komast yfir en gafst upp strax vitandi að hann var ekkert auðveldari en sá fyrri. Ég stökk aftur inn í garð nágranna míns og þaðan í hús.
Ég er lifandi.
Bætt við 9. febrúar 2008 - 00:30
Þess má til gamans geta að ég var með 6-7 kílóa skólatösku á bakinu alla leiðina <o/
Einnig: út* ú