Það voru þeir tímar þar sem fólk var drepið fyrir það eitt að hlaupa ekki nógu hratt og aflimað fyrir að sofa yfir sig.
Svo komu spámenn með siðaboðskap og hvað gerðist þá? Jú, þá var elltíeinu ekki lengur í lagi að drepa þann sem maður vildi, þegar maður vildi.
Afhverju hætta þegar heimurinn hefur komist svona langt?
Ertu að grínast? Hvar og hvenær heldurðu að þetta hafi verið? Vissulega hafa oft verið harðar reglur, en þær hafa ekki síst verið undan kirkjunni og undan trúarbrögðum (kristni þmt.).
Öll samfélög hafa búið sér til siðareglur, annars hefðu þau ekki gengið. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi hugmynd sumra trúaðra um að heimurinn hafi verið einhversskonar kaotísk morð-orgía áður en Jesú alltíeinu kom og allir urðu englar er komin, en hún er allavega ekki komin úr raunveruleikanum.
Auk þess er þessi siðaboðskapur Jesú enganvegin frá honum, og virðist ekki hafa breytt miklu. Það geisa ennþá stríð, og þeir sem eru og segjast vera trúaðir eru ekki síður þáttakendur í þeim.
Svo er líka nánast kómískt að skoða hvernig framfarir, og þá helst framfarir á sviði þekkingar, lista og vísinda, hafa staðið í öfugu hlutfalli við völd kirkjunnar og almenna trú fólks. (endurreisnartímabilið, síðan 20. öldin…)
Auðvitað eru skoðanir og hugsanir einkamál!
Ég var ekki að segja að skoðanir og hugsanir væru ekki einkamál, enda eru hugsanir og skoðanir fólks sem slíkar alls ekkert hættulegar fyrr en sá sem er haldinn þeim fer að gera eitthvað. Eins og að setja saman námsskrá, setja lög, stjórna þjóð, neita deyjandi barninu sínu um blóðgjöf…
Og enn og aftur nei, hefðir þú einhverntíman gengið í grunnskóla þá hefðirðu vitað að ekkert trúarbragð fær meiri athygli en annað.
Ekki þar sem ég var í skóla. Og ef það hefur verið þannig í þínum skóla, þá hefur það verið á skjön við námsskrána, því að í henni er ákvæði um að grunnskólinn eigi að leggja sérstaka áherslu á ríkistrúna, lútherstrú.
Þú borgar ekki í kirkjuna “þeirra” þú borgar í kirkjuna þína.
Gildir einu hvert þær krónur sem ég borga í skatt fara. Kirkjan er samt sem áður hluti af ríkinu, og óeðlilegur sem slíkur.
Ég var aðeins að tala um “asnalegt fólk sem er ógó hart á netinu og er að segja hvað kristi og- eða önnur trúarbrögð séu mikið ”rugl“.”
Ok, þannig að þú varst bara að tala um hluta þeirra sem eru að segja hvað kristni og- eða önnur trúarbrögð eru mikið rugl? ;)