svo er mál með veksti að ég skellti mér á tónleika síðastlið föstudagskvöld á bar 11. Ég ákvað að fara á bíl foreldra minna til að missa ekki af tónleikunum. þegar þangað var komið tók ég þá ákvörðun að mér bjór og skilja bílinn eftir (þar sem þetta var firsti frídagurinn minn um helgi í margar vikur).
daginn eftir hringdi mamma í mig og sagði að það væri kominn stöðumælasekt uppá 3500 kall. Ég að sjálfsögðu varð allveg brjálaður. þegar ég lagði bílnum tékkaði ég á því hvort það væri eitthvað skillti eða stöðumælir þar sem ég lagði bílnum. Ég er nýlega kominn með bílpróf auk þess þar sem ég er utanað landi og vissi ekki að maður að borga hvar sem maður mindi leggja niðrí bæ. þrátt fyrir að þetta sé kannski eitthvað sem flestir vita þá spyr ég samt sem áður, finnst ykkur rétt að þetta eigi að vera eitthvað sem fólk “bara veit”? ég meina fullt af útlendingum og gömlu fólki (og vitleysingum eins og mér) sem vita þetta örugglega ekki. þetta er eins og ég gæti bara farið að sekta einhvern náunga sem leggur nálægt húsinu mínu og sagt að stæðið tilheyri lóðinni minni og hann “eigi bara að vita það”.
mér finnst það minsta sem þeir gætu gert er að vara mann við með einhverju skillti.