Finnst þér ekkert rangt við það að hata Pólverja frekar en einhverja aðra? Eða bara að hata þá yfir höfuð?
Mér finnst það rangt. En það gæti alveg eins verið út af uppeldinu og menntuninni heldur en eðlinu.
Það er vel hægt að finna mörg rök fyrir því að að hata einhvern kynstofn eða þjóð sé ‘rangt’ og því tel ég það rangt. Það breytir því samt ekki að það sé
möguleiki að rasismi sé í eðli dýra. Menn eru samt auðvitað með mun daufara eðli en flest dýr.
Þekkir semsagt ekki táningsstrákur í Pakistan ekki muninn á réttu og röngu?
Hann sér muninn á því sem hann telur rétt og rangt. En það þýðir ekki að það sé það sama og þú telur rétt og rangt.
Aftur sannast ‘common sense punkturinn’ minn.
Þú ert að segja að rasismi sé í eðlinu okkar og þar af leiðandi þekkjum við ekki muninn á réttu og röngu. Ekki reyna að leiðrétta rasismann í sjálfum þér, það er heimskulegt.
Nei, ég er að segja að rasismi gæti verið í eðli okkar á einhverju stigi og að fólk sem hefur verið alið upp á rasisma sjái ekki neitt rangt við hann.
Ef að fólk fæddist bara með þá kunnáttu (eins og þú virðist vera að segja) að rasismi sé slæmur væri hann ekki til.
Rasismi er afleiðing xenophobiu. Svo auk þess hefur mannkynið (flestir) þróast í hugsunarhætti á undanförnum áratugum og árþúsundum. Rasismi er ekki afsakanlegur og ekki töff þannig ég mæli með að þú þroskist úr rasisma.
Hmmm… er ekki viss um að ég þekki neinn sem er minni rasisti en ég…
Þú ert að tala um sexisma, kemur málinu ekkert við.
Vist. Þessi umræða er ekkert föst við raisma. Þetta var/er eitthvað sem þótti/þykir rétt = Það sem fólk telur ‘rétt’ getur oft verið (í okkar augum) fáránlega rangt = Hvernig getur þú ákveðið hvað er réttara en annað?
Skrítið? Fyrir nokkrum hundruðum ára vissu menn ekkert í vísindum og gerðu sér ekki grein fyrir því að svertingjar værum alveg eins og við og töldu þá vera aðrar lífverur.
Nákvæmlega! Er þá rasismaleysi ekki bara komið frá þekkingu? Eðli hefur ekkert að gera með þekkingu.
Þú virðist halda að ég sé að réttlæta rasisma. Það er ég ekki að gera. Ég er að segja að þetta sé hugsanlega eitthvað eðlislegt. Ég hata persónulega eðli, ég lít á það sem orsök mikils af því slæma í heiminum. Þekking og uppeldi (byggt á þekkingu) er að mínu mati endalaust betri en eðlið (sem fólk ætti að hundsa eins mikið og hægt er).