ég er hjá pabba mínum núna, og stjúpbróðir minn á fokkin doberman hund sem að hann kemur stundum með, og þessum hundi er frekar illa við mig.
ég var að vakna um það bil kl. 13:40 og ég vissi ekkert af hundinum og síðan geng ég fram á gang og sé þetta flykki ( hann er fokkin 58 kíló ) ganga að mér urrandi og síðan gelti hann að maganum á mér og næstum beit mig, er bara með tvo marbletti eftir tennurnar hans, en þetta er fokkin vont.
stjúpbróðir minn er núna að reyna að segja að hann sé góður, en ég á erfitt með að treysta þessum hundi, þegar að við hittumst fyrst, var hann aðeins minni, en þá reyndi hann að bíta af mér fingurna. hann stjúpi sagði að hann vildi bara sleikja mig, en ég er nokkuð viss um að hann var að reyna að bíta, ég var með barbletti á hnúunum þá líka.
stjúpbróðir minn segir að hundurinn sé alveg ljúfur við alla aðra.
ég hata hunda.
reyndar hata ég ekki þá sem að eru það litlir að ég get lyft þeim með einni hendi.
er einhver annar með “trust issues” gagnvart hundi eftir “bad first impression”?
k.v. gaur sem að er búinn að læsa sig inn í herberginu sínu