Persónulega myndi ég aldrei “auglýsa” eftir meðleigjanda. Það er svo margt og mismunandi fólk þarna úti að maður getur varla sofið rólegur ef einhver “ókunnur” er í íbúðinni líka.
Ég myndi leita innan fjölskyldunnar af einhverjum sem er t.d. að fara af stað út í “heiminn” og er að fara að standa á eigin fótum - en notabene - bara taka hann/hana inn ef hann eða hún er í öruggri vinnu eða hefur öruggt fé til að borga húsaleiguna - og gera ákveðinn samning áður en hann eða hún flytur inn. Það er of auðvelt að “leyfa” frændfólki að borga “seinna” ef illa stendur á og oft gæti maður lent í hringavitleysu ef maður er of eftirlátsamur. Fastur og ákveðinn samningur og punktur - ef húsaleiga er ekki greidd á réttum tíma þá fellur samningur úr gildi og aðilinn fer aftur “heim”…
Kveðja:
Tigercop sem á ekki auðvelt með að treysta ókunnum innfyrir dyrnar á sínu allra heilagasta - nema í fylgd með siðgæðisvörðum, enda alræmdur flagrari og daðrari …