Ég er með eitt vandamál sem er alveg að gera útaf við mig.
Ég hef heitin vinkona 1 og vinkona 2 svo þið vitið hver er hvað..ætla ekki að nefna neinn með nafni.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja en þetta hefur staðið á í einhvern tíma..en ég byrja bara á því sem gerðist fyrir ári síðan.
Í fyrra vorum það ég og vinkona1 mín..þá vorum við laannngg bestu vinkonur og bara við tvær. Ég veit reyndar ekki hvort hún var að feika vináttuna til að hafa einhvern eða hvort vináttan hafi verið raunveruleg þá.
En svo var það önnur stelpa sem var í skólanum.
Þessi svokallaða vinkona1 mín var e-ð á móti henni og fékk mig með sér í lið..enda “traust” vinkona..og ég geri traust innan gæsalappa því nú veit ég ekkert hvort hún hafi verið að feika þetta eða hvað.
En hún náði mér og fleirum stelpum með sér í lið og við stríddum henni ekki en bara svona hunsuðum hana eiginlega.
Og það endaði með því að hún fór í annan skóla.
Svo nú er komið að sögunni minni.

Það er þannig að við erum alltaf(eða vorum reyndar)..2 bestu vinkonur og vorum alltaf saman og allt það.
Svo í byrjun skólans..eða s.s. þegar ég var að fara að byrja í 8unda bekk þá kom gömul vinkona2 og eiginlega troddist upp að okkur og varð með í klíkunni.
Og ég og vinkona1 mín vorum alltaf að tala um að þótt við ætlum að leyfa henni að vera með en láta hana ekki komast upp á milli okkar.
Svo fór vinkona2 að reyna að vera geggjað alveg eins og vinkona1 og allt þannig..bara sleikti hana upp svo það sást í slefið!.
Og þá var ég ekki nógu góð eins og vinkona2. Ég fór ekki eftir skipunum vinkonu1 og gerði ekki eins og hún og lét hana ekki vaða yfir mig og ef það var e-ð sem mér leið illa útaf í hennar fari eins og mér fannst hún vera að skilja mig útundan og ég sagði henni frá því þá fór og fer hún í fýlu út í mig!.

Og núna er hún fúl út í mig útaf því:
Á föstudaginn þegar skólinn var búinn gekk vinkona1 til vinkonu2 og sp. hvort hún nennti að koma með sér heim og samferða í fermingafræðslu og lét mig svo feitt heyra það.
Ég sp hana..Hvað með mig?..(þá var vinkona1 búin að vera geggjað mikið með vinkonu2)
Vinkona1..hvað meinaru?
Ég:Ætlið þið tvær bara að samferða og má ég ekki vera með eða?
Vinkona1:Þú ætlar ekki í fermingafræðslu.
Ég:Víst..hvenær sagðist ég ætla ekki í hana?
Vinkona1:Heima hjá þér..áðan.
Ég:ég man ekki eftir því.
Vinkona1:Nú?..ég geri það.
Svo labbaði hún bara með vinkonu2 í burtu.

Og ég fór bara heim og mætti fyrr í vinnuna í stað þess að fara í fermingafræðslu..mér leið bara svo óttarlega illa.
Svo í dag sp. ég hver væri ástæðan yfir að hún væri fúl út í mig aftur..
og hún sagðist ekki vera fúl út í mig!.
Ég og vinkona2 getum alveg talað saman.
En það er ekki eins og áður og hún náði samskiptum við vinkonu1.
Einhverra hluta vegna er ég strokuð út..
Og vinkona1 búin að ná vinkonu2 gegn mér þótt ég og vinkoan2 erum búnar að vera vinkonur síðan úr 2.bekk.

Mér líður alveg ótrúlega illa!..og kvíði ekkert smá fyrir að fara í skólann á morgun því mér finnst ég bara vera með þeim útaf engu.
Svo spurði vinkona1..vinkonu2 hvort hún væri að fara að gera e-ð eftir skóla í dag beint fyrir framan nefið á mér!..og mér var ekki boðið með og því mér finnst ég bara fyrir þeim þá sp. ég ekki hvort ég mætti nokkuð koma með.
Og ég held að ég skemmti mér 100% betur hérna heima en ég mundi heyra þær tala saman og hlæja út í eitt og mundu ekki yrða á mig.

Svo getið þið gefið mér einhver ráð gegn þessu?..eða fengið mér til að líða aðeins betur?.
Ég er búin að reyna að tala við mömmu en það er eins og hún skilji ekki neitt:'(.
En vonandi að einhver hérna geti gefið mér ráð eða bara hvað sem er!..
Ég get bara ekki lýst því hvernig mér líður og þið getið náttúrulega spurt út í þetta efni hjá mér svo að þið skiljið þetta væntanlega betur..
En ég vona að þið getið aðstoðað mig!..
;)