Mér finnst Jón Gnarr stundum mjög fyndinn og stundum mjög ófyndinn. Sigurjón Kjartansson fer hinsvegar nánast alltaf í taugarnar á mér. Bara af því hann er eins og hann er. Hann er líka alltaf eiginlega sama persónan, ekki það góður leikari fyrst hann kemst aldrei úr þessari persónu. (Hann er kannski alltaf að leika mismunandi fólk en túlkar þau samt alltaf svipað). Reyndar er Jón Gnarr þannig líka. Hann er meira mismunandi, en hann er alltaf sama týpan, pirrandi týpan. Það er bara mis-fyndið hjá honum.
Aðallega er ég samt bitur af því mér fannst þetta ekkert fyndið en samt er alltaf verið að þröngva þessu öllu upp á mig. Fólk getur bara ekki skilið að það finnist ekki öllum þetta fyndið. Svo þegar ég segi að ég fíli eiginlega ekki kúk-og-piss-húmorinn þeirra verða allir svo hissa og hneykslaðir, eins og ég sé eitthvað geðveik að fíla þetta ekki.
Fóstbræður og tvíhöfði geta verið fyndnir þættir, en það er bara svo margt af því frægasta ódýr kúk-og-piss-húmor sem var kannski fyndinn í fyrstu 5 skiptin en alls ekki í 50. skiptið!