Heh :D
Þetta er soldið aulahúmors leikur en samt snilld. Verður að hafa skeiðklukku though.
Allir þáttakendur eiga að hafa þrjú pör af sokkum (fyrir utan þá sem þau eru í, nema þau tími að vera berfætt).
Svo skiptið þið herberginu í tvennt, helst með neti og skiptið krökkunum í tvö lið sem verða sitt hvoru megin við netið.
Svo brjótið þið sokkana saman í svona kúlur. Þegar fyrsta lota byrjar eiga allir krakkarnir að henda sokkunum yfir netið til hins liðsins. Fyrsta lota er bara 45 sek. svo krakkarnir eiga að reyna að vera eins fljótir og þeir geta. Takmarkið er að hafa sem fæsta sokka á þínum liðarhelming en sem flesta á hinum.
Á meðan þau eru að kasta er option að kasta inn tveimur skotboltum sem eru tvöfalt meira virði en sokkarnir.
Þegar tíu sekúndur eru eftir er gefin viðvörun, svo þegar tíminn er runninn út er leikurinn stöðvaður og sokkarnir og boltarnir eru taldir.
Liðið með fleiri stig tapa þeirri lotu. S.s. eitt stig er gefið fyrir sokkapar og tvö fyrir bolta.
Önnur lota er ein mínúta og þriðja lota er 90 sek. Þið getið þó auðvitað hagrætt því eftir þörfum.
Gæti verið góð hugmynd að merkja sokkana einhvernveginn svo ekki verði vesen þegar krakkarnir fara svo að leita að sínum sokkum.