Held að spurningin sé meira af hverju maður fíli það sem maður fílar.
Tökum tónlist sem dæmi. Það liggur alveg ljóst fyrir að megnið af tónlistinni sem er spiluð á þessum útvarpsstöðvum eins og fm957 og xfm er hreint ekki góð eða vel samin tónlist. Hinsvegar fílar fólk hana. Af hverju? Er það af því að ég hef einfaldlega rangt fyrir mér með að segja að þetta sé ekki góð tónlist, eða er það af því að þetta fólk hlustar endalaust á aðra segja að þetta sé góð tónlist, og það móti þarmeð skoðanir þeirra?
Horfum t.d. aðeins á svona “topp tónlistarlista”. Í þeim er okkur beinlínis sagt að einhver lög séu “bestu og vinsælustu lögin í dag”, og er nokkuð hægt að vera ósammála því?
Fólk horfir svo á tískuþætti þar sem því er sýnd einhver fatalína sem er einfaldlega ákveðið að sé í tísku, ekki útafþví að hún sé eitthvað flott, heldur einfaldlega vegna þess að það var ákveðið, eða það virðist allavega gjarnan vera þannig séð frá mér, sem er náttúrulega bara leikmaður.
Svo er náttúrulega alltaf spurningin hvort maður geti yfirhöfuð myndað sér sjálfstæða skoðun.
Það er ekki sagt fólki hvaða lög eru vinsælust með topplistum, það er fólkið sem kýs þessi lög sem vinsælustu lögin og þar með verða þau vinsælust því þetta eru jú lög sem fm fólkið fílar messt. Þér finnst þessi lög kannski ekki vel samin eða góð, en hvað gerir þau verri en önnur lög ? þetta er auðvitað bara allt önnur gerð af tónlist en þú fílar tildæmis og þar með henntar þessi gerð af tónlist ekki þínum smekk og þér finnst annað vera betur samið en hitt. Er ekki að segja að þetta eigi endilega um þig, en það virðist koma þannig út hjá mörgum manni.
Ég segji að það eigi bara að leifa hverjum einstakling að vera útaf fyrir sig með sinn smekk án þess að vera að kalla hann “hnakka mellu” “hnakki” eða “emo” eða þess háttar í neikvæðri merkingu. Ef hann er main stream afhverju má hann þá ekki bara vera það í friði, eða hann er með sinn eigin smekk sem einkennist ekki hjá mörgum öðrum, þá á hann aðfá að eiga það í friði. Hvað erum við að dæma um smekk annara ? hvað er það sem gerir okkar smekk eitthvað betri en einhvers annars ? Ef fólk vill fylgja straumnum má það gera það, það er bara þeirra mál og þeirra smekkur.
0
Ég segji að það eigi bara að leifa hverjum einstakling að vera útaf fyrir sig með sinn smekk án þess að vera að kalla hann “hnakka mellu” “hnakki” eða “emo” eða þess háttar í neikvæðri merkingu.
Algjörlega :-)
Við endum öll hvorteðer ofaní sömu moldinni.
0