Þú ert sem sagt að segja að bara torrent-fælinn downloadist en ekki það sem maður ætlar að downloada?
Ég veit lítið um hluti sem tengjast tölvum, en ef ég skil þig rétt þá kemur, ef maður ætlar að downloada einhverju upp gluggi þar sem maður getuð ýtt á ‘save’ eða ‘cancel’ og með því að ýta á save, þá kemur eitthver file inná tölvuna en þátturinn/myndin/hvað-það-nú-er-sem-fólk-er-að-downloada downloadast ekki.
Er þá ekki málið að draga fælinn yfir á uTorrentið? Ég gerði það og þá byrjaði þátturinn sem ég var að downloada að loadast en hann loadaðist bara 76% og “fraus” þá.
Þ.e.a.s. þátturinn birtist inná uTorrentinu og það stendur að hann sé að downloadast en það er ekkert í down speed og upspeed.