okey það sem ég er að fara að skrifa er bara mín skoðun og ég veit að það hefur örugglega komið eitthvað svona áður en ég vil bara biðja fólk um að sleppa því að vera með skítkast því ég nenni bara ekki að lesa eitthvað þannig það má samt alveg benda á stafsetningar villur ef eitthver nennir að pæla í þannig hlutum en anyway
Mér finnst strætókerfið ótrúlega pirrandi ég var í dag að taka strætó frá mosó yfir í vatnsenda hverfið og ég var ekki alveg viss hvað ég átti að fara en ég var samt búin að fara þetta áður með vinkonu minni og ákvað að nota sömu leið og við höfðum farið þá anyway þá byrjaði ég á því að taka 15 sem var seinn by the way niður í ártún og af því að 15 var seinn þá þurfti ég að bíða eftir 6uni í ártúni til að geta tekið hana upp að kringlu og taka þar 2 en neinei ég þurfti að bíða í hálftíma eftir honum og fara svo uppí hamraborg og taka 28 niður í vatnsenda og þetta tók mig einn og hálfan klukkutíma
svo ætlaði ég í bíó í kvöld en neinei það tekur klukkutíma að taka strætó frá mosó upp í smáralindina og ég hefði ekki komið fyrr en hálf 9 eða eitthvað svo ég fór ekki í bíó.
svo finnst fólki skrýtið að það noti enginn strætó heldur noti frekar bíl það er bara miklu gáfulegra að taka bíl þegar það tekur klukkutíma að fara eitthvað með strætó og ég skil ekki að hafa strætóana á hálftíma fresti í staðinn fyrir að hafa bara alla á korters fresti það myndu örugglega fleiri taka strætó ef meður þyrfti ekki að bíða í hálftíma eftir strætó.
hvað finnst ykkur?