Ég var á leiðinni frá Kanarý búinn að vera þar í 2 og hálfa viku og hafði hlakkað mikið til að fara heim að hitta vinina.
Áttum að lenda kl hálf 10, svo fór ég í flugvélina og allt í góðu þegar við erum 30 min frá keflavík þá byrjar vélin bara að hristast óhugnalega mikið og svo vorum við byrjuð að lækka flugið þegar hún hrapaði soldið niður einhverja vegalend og allir öskruðu og grétu og ég héllt þetta væri mitt síðasta og minn tími væri kominn að ég væri að deyja en einhverneigin náðu flugmennirnir að rétta vélina við og eftir það tóku við þvílikar sveiflur í flugvélinni og ég hef aldrei verið jafn hræddur.

svo vorum við alveg að fara að lenda og vorum nokkrum metrum fyrir ofan flugbrautina og þegar flugvélin gefur í og við þeisumst aftur upp í loftið þá sagði flugstjórinn að það væri of mikill vindur til að lenda og við ætluðum að reyna aðra braut, vindurinn var 30 m/sek. Þá flugum við í stutta stund og reyndum aftur, vorum alveg að fara að lenda og ég hugsaði loksins verður þessi martröð búin og svo erum við alveg að fara að lenda og svo förum við aftur upp í loftið og þá sagði flugstjórinn að við mindum fara á Egilstaði og bíða þar þangað til það myndi lygna.

við lenntum þar við eftir um 45 min og þetta voru án efa lengstu 45 min sem ég hef upplifað.
svo komum við þangað inn og biðum til 5 um nótt,
og allir voru í sjokki, 1/3 af fólkinu var grátandi og áttaði sig ekki almennilega á því hvað hafði gerst. Sjálfur hafði ég aldrei verið jafn hræddur á allri minni ævi. um 50 fólk treystu sér ekki í ferðina til baka og urðu eftir á Egilstöðum , svo má ekki gleyma því að það var gamall karl sem datt niður þegar við komum til Egilstaða og var færður upp á sjúkrahús !
Kl 5 fórum við svo til Keflavíkur og lenntum við en ferðin frá Egilstöðum var allt í lagi svo sem ég hallaði mér bara aftur og lokaði augunum og reyndi að hugsa um eitthvað skemmtilegt. Í Keflavík lenntum við á 20 m/sek og öryggisverðirnir börðust við það að halda töskunum og kerrunum á færibandinu.

Hér eru linkar sem þið getið lesið um fréttina…
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/04/heldu_ad_thetta_vaeru_endalokin/

http://visir.is/article/20080104/FRETTIR01/80104031