Ég var í gær að fikta eitthvað í TV-Out stillingunum mínum, vegna þess að það kom ekki litur á sjónvarpið hjá mér, og á endanum gefst ég upp, slekk á tölvunni með allar stillingarnar þær sömu og þær voru (að ég man best).
En þegar ég kveiki á tölvunni aftur, þá kemur bara á skjáinn “No signal” og svo slekkur hann á sér, semsagt skjákortið fór eitthvað í rugl og tengist ekki við skjáinn. Svo ég keyri núna tölvuna á innbyggðri skjástýringu í móðurborðinu (64mb takk fyrir). Ég er búinn að uninstalla driverunum sem voru fyrir hitt skjákortið (sem er nvidia 8600 GT DDR3 256mb, ef það skiptir einhverju máli) og ég bjóst við að það myndi endurstilla tv out settings og þá yrði allt í fína ef ég updeita driveranna.
Eeeen, þegar ég var búinn að uninstalla driverunum, slekk ég á tölvunni, set skjákortið í og þá kemur það sama upp á skjáinn þegar ég kveiki “no signal, going to sleep”.
Og nei, það kemur ekki heldur neitt upp á sjónvarpið með TV-Out, og það breytir engu að taka það úr sambandi heldur :/
Er ekki einhver snjall tölvuséní hérna sem veit einhverja lausn á þessu?