Já, ég fékk einu sinni sýkingu í þumalputtann, við og undir nöglinni. Ég fór trisvar á heilsugæsluna og læknirinn vissi ekkert hvað þetta var. Svo loks ákvað hann að taka sýni og ætlaði að senda í rannsóknir þegar hjúkrunarafræðingur labbaði framhjá og sá strax hvað þetta var. Svo fór nöglin að losna af hægt og bítandi en læknirinn vildi ekki taka hana af (að lokun gerði ég það sjálf, þetta var svo vont, og ég var 11 ára).
Svo þegar ég úlnliðsbrottnaði var strax farið með mig í Borgarnes en ég var of illa brotin til að læknarnir vildu gera eitthvað, svo ég var send út á Skaga. Þar voru teknar fleiri röntgenmyndir af handleggjum (báðum, líka þeim óbrotna, til samanburðar. Eins og þeir hefðu aldrei séð handlegg áður). Svo var ég sett í gifs, ekki nema 6 klst eftir að ég brotnaði.
Tveimur vikum síðar þurfti ég svo að koma aftur vegna þess að þeim hafði yfirsést brot (ég tvíbraut mig) og beinið var byrjað að gróa vitlaust, svo að þeir þurftu að brjóta upp handlegginn og setja á mig annað gifs. Þetta var fyrir tæpum 7 árum, beinið hefur ekki enn gróið.