Þannig er mál með vexti að mig vantar rosalega hjálp varðandi tölvur og þar sem virknin er meiri hérna heldur en á tölvuáhugamálinu og skjótari viðbrögð leita ég hingað..
Nú er ég að fara að byrja í háskólanum og þarf að kaupa mér nýja tölvu. Átti Siemens og hún er drasl! Og þar sem að ég bý í Reykjanesbæ eru bara BT og Tölvulistinn hérna. Mér var ráðlagt að fara ekki í BT en hef svosem ekkert heyrt um Tölvulistann.
Jæja að efninu. Hvernig hafa Acer tölvurnar verið að virka ef þið eigið eina slíka? Mynduð þið mæla með þeim eða á ég að gera mér ferð inní Sódómu?
Öll hjálp er veeeel þegin. Þekki lítið sem ekkert til tölvumerkja og veit ekki hvað er gott og slæmt. Og hef engan til þess að leiðbeina mér nema tæknihefta móður.
Taka skal fram að tölvan mun vera notuð í ritgerðir, netið, tónlist og myndir. Enga leiki.
Fyrirfram þökk
Ikea