jæja þá er árið 2007 um það bil að klárast, hvernig hefur það verið hjá ykkur? hjá mér hefur þetta verið besta ár í lífi mínu og ég mun svo sannarlega kveðja það með söknuði og muna árið um aldur fram.
svona helsta sem gerst hefur á árinu:

besta vinkona mín eignaðist æðislega dóttir í sumar, fallegustu mæðgur í heimi :)

ég flutti til mömmu og pabba í byrjun árs, og safnaði pening til að fara með annari bestu vinkonu minni til New York í vinkonuferð. ferðin heppnaðist svooooo vel.. og þetta var svooo skemmtilegt og við gerðum svoooo margt og þetta var bara æðislegt!!!

í september flutti ég í bæinn, og í nóvember fór ég og þessi sama vinkona mín saman til bretlands í aðra vinkonuferð, fórum saman á Mika tónleika og það var toppurinn á árinu, fórum á tvenna tónleika, fengum tækifæri að hitta idolið okkar og náðum spjalli á honum… ohhh það var svooooo æðislegt!!!

svo ákvað hin besta vinkona mín sem eignaðist barnið í sumar að flytja aftur til íslands, búin að búa í danmörku lengi…. og ég er svo hamingjusöm að fá þær mæðgur hingað heim!!!

ég á tvær bestu vinkonur í heiminum, og á þær ein :)

ég á æðislega fjölskyldu sem ég elska…!

jólin eru búin að vera æðisleg!!

mér líður vel í vinnunni….

ég er hamingjusöm :)


eru aðrir svona ánægðir með árið?

gleðileg jól og farsælt komandi ár!
þeir sem áttu gott ár vona að þið haldið áfram ykkar striki,
þið sem áttuð eitthvað erfitt á árinu sendi ykkur bara bestu kveðjur og vona að nýja árið leggjist vel í ykkur… ;*
Ofurhugi og ofurmamma