Ég og fyrrverandi höfum verið að rífast mikið og mér hefur liðið illa með þessi sambandsslit sem eru búin að ganga yfir núna í nokkra mánuði.
Hann var kletturinn minn, þó svo að hann hafi stundum leyft mér að falla.
Hann sá þó alltaf eftir því….og veit vel að ég átti þetta svo sannarlega ekki skilið.
Við eigum sameiginlega vinkonu sem var þó alltaf meiri vinkona mín (að ég hélt)
Ég átti mjög flókið sumar sökum sambandsslitanna og bara, alls….og ég treysti þessari vinkonu minni fyrir þessu öllu.
Treysti henni fyrir því að ég hef verið að hitta strák núna nýverið sem ég hef þó þekkt lengi vel og mér þykir mjög vænt um. Hef mikið verið heima hjá honum og svona….enda líður mér mjög vel þar :)
Á fimmtudaginn segir hún mínum fyrrverandi frá þeim strák og öðru sem gerðist í sumar (með miklum ýkjum!)
Og neitar því svo að hafa sagt honum!
Ég var að vinna með þessari stelpu. Ég hélt að hún væri vinkona mín en maður þekkir víst aldrei fólk alveg…
Ég er enn að brjóta heilann yfir því hvað það er sem fær fólk til að segja frá “leyndamálum” annarra? (þetta átti ekkert að koma mínum fyrrverandi við og ég vildi ekki eyðileggja hann alveg….en ég sagði honum þó frá því að ég væri heima hjá þessum strák og svona)
En hvað hún fékk útúr því að segja mínum fyrrverandi þetta?
Hún missti mig sem vinkonu, hún missti næstum allan vinskap í vinnunni(hún var reyndar að hætta) og kærastinn hennar er vinur míns fyrrverandi….og mér skilst á öllu að hann hafi misst endanlega áhugann á henni útaf þessu….
Þegar maður er 13 ára þá eru allir alltaf að segja öllum til að allir verði á móti öllum, en við erum að tala um einstaklinga á aldrinum 16-19 ára.
Það er ekki eins og minn fyrrverandi sé það óþroskaður að hann myndi bara skella á mig og tala aldrei við mig aftur útaf því að einhver vinkona mín er að blaðra eitthvað….
Ohh pirruð! -.-
En svona meira að tilverunni!
Síðustu vikur hafa verið svo tómar en samt svo fullar.
Hefur ykkur liðið svo vel en samt fundið fyrir svo miklu tómarúmi? :S
Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt fyrr en fyrir svona tveimur vikum eða svo…..
Ég held líka að ég hafi áttaði mig á því hvernig maður á að koma fram við fólk svo að þér líði vel.
Einnig kom ég með kenningu um ást og hljóðar hún svona:
Ef þú elskar einhvern þá nýturu þess best að segja “ég elska þig” við manneskjuna, án þess að hún heyri það.
Þú nýtur þess að elska manneskjuna og hefur ekki þessa sterku þörf fyrir að heyra “ég elska þig líka”
Auðvitað vilja allir heyra að þeir séu elskaðir, en er það ást að vera að segja það við viðkomandi tuttugu sinnum á dag?
Er það ekki meira komið útí þann söng að þú verðir að heyra að þú sért líka elskuð/elskaður?
Verðir að heyra að hann/hún hugsi um þig og engan annan?
Ég held ég geri fljótlega bara grein um þetta á rómantík :D
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"