Hæ ekki viss hvar ég ætti að setja þetta þannig skelli þessu hér.
Ég er einn af þeim sem að eru alltaf lúðarnir í skólanum og allir gera grín af. Ég segi eitthvað sem að skiptir máli eins og að koma með skoðun á einhverj eða segi einhvern brandara þá eru bara allir, “JAAAÁ??? Lúði” og þykjast ekki skilja neitt en síðan eftir smá stund þá kemur einhver allt annar með nákvæmlega sömu pælingu og ég eða segir þennan nákvæmlega sama brandara og ég og þá drepast allir úr hlátri og svaka gaman nema fyrir mig,
Bíddu getur þetta verið af því að ég er feitur, getur þetta verið af því að ég gerði ekki nógu góða “first Appearence” eða ef þið skilji hvað ég meina(koma inn í bekkin og vera svona allir að fíla það.)
Það er einn sem að kom í skólann og hann var bara eins og lítill hundur sem að hættir ekki að riðlast á lærinu á manni. hann gerði þetta við alla og bara vá allir að fíla þetta en ef að ég hefði gert eitthvað svon svipað og hann og koma með eitthvern klámkjaft þá hefði ég alveg eins getað stokkið upp í stig og skellt á mig snöruni. hann kemur með svipað lélega brandara og “einu sinn var tómatur að labba yfir götu” brandara en það hlóu allir að honum. ég er bara alls ekki að skilja þetta af hverju það þarf að velja alltaf einn til að láta svona við, og gera svona útundan. og ég hef tekið eftir því að af u.þ.b. 80 krökkum á ég bara einn eða tvo alvöru vini sem að gera þetta aldrei við mig.
Ég vona að þið getið gefið mér svör um hvað ég get gert til að getað komist inní hópinn. og ef að það mundi gerast að allir myndu hætta þessu þá myndi ég pottþétt aldrei verða jafn leiður og ég hef orðið.
Bætt við 20. desember 2007 - 04:21
Þetta er tildæmis alveg eins með tónlist, ég kem með disk sem að ég set í græjurnar og nei enginn vill hlusta á hann, En svo kemur einhver annar sem að hefur kannski keypt sama disk og ég, já þá vilja allir hlusta á hann.
og ef að þið eruð einn af þeim sem að eru að gera láta svona við einhvern eins og ég er búin að lýsa að sé látið við mig, vinsamlegast horfðu á þessa manneskju og reyndu að ýminda þér hvernig er að vera svona ósýnilegur nema rétt á meðan það er verið að niðurlægja hana, Það eiga allir rétt á að vera glaðir og ef að þú er ekki ánægður með þig og þarft að láta það bitna á öðrum þá byð ég þig nú bara fallega um að fara til sálfræðings í staðin fyrir að láta það byttna á öðrum.
Og fyrir þá sem að gera þetta og vita ekki af þessu þá getur þetta drepið á endanum og þá sjáiði vonandi eftir að hafa verið svona leiðinlegur við manneskjuna, því hver ljót settning hefði getað breytt miklu og hver falleg og góð settning hefði getað lagað mikið. Ég er einn af þeim sem að vita þetta manna best