Af mbl.is (skrifaði ekki)
Öryggisráð Femínistafélags Íslands kærði forstjóra og stjórn Valitor - Visa Ísland, fyrir að stuðla að og taka þátt í dreifingu kláms. Katrín Oddsdóttir og Kristín Tómasdóttir kærðu fyrir hönd femínista. “Við byggjum bæði á 210. grein og annarri sem segir að sá sem er þátttakandi í glæp sé jafn sekur og sá sem fremur glæpinn,” segir Katrín.

Valitor sér um svokallaða færsluhirðingu fyrir marga erlenda klámvefi, en í því felst að þegar fólk kaupir klám með Visa-korti sér Valitor um innheimtuna. Höskuldi H. Ólafssyni, forstjóra Valitor, var ekki kunnugt um kæruna þegar 24 stundir höfðu samband við hann en sagði fyrirtækið ekki standa í ólöglegri starfsemi eða starfsemi sem stríddi gegn stefnu Visa erlendis.

Núna getum við allt eins sett dæmið svona upp.

Það á að banna að kaupa alla hluti af eBay, Amazon osfrv. Það á að banna öll viðskipti á netinu. Það á að banna það að borga áskriftir að netleikjum á tölvuleikjum.


Ég er ekki hlynntur neinni andúð gagnvart femínistum, en þetta er einfaldlega komið út í hött. Núna eru öfgafemínistarnir hættir að styðja jafnrétti og styðja núna kvenrétti. Persónulega, kæmi það mér ekki á óvart þó svo að á næstu dögum fáum við að heyra eitthvað í þá áttina að öfgafemínistarnir séu að “hefna sín” á körlunum með því að snúa við launamuninum og fleiri hlutum.



Ég ætla að taka það fram að ég er ekki á móti venjulega femínismanum, en ég er þvert á móti öfgafemínistum. Á hinn bóginn styð ég jafnrétti - en þetta er einfaldlega of langt gengið. ^^