Er klúður að leyfa henni ekki að láta vita af sér? Henni var boðið að hafa samband við íslenska sendiráðið og seinna fékk hún aftur tækifæri til að hringja innianlands. Utanlandssímtöl eru yfirleitt ekki leyfð hjá fólk í varðhaldi.
En hún er íslensk og þar af leiðandi er þetta rugl. Henni var sagt að hún fengi að hafa samband við íslenska sendiráðið en fékk það svo ekki.
Er klúður að ljúga um að hún sé á flugvellinum þegar hún er í fangelsi? Nú vissi ég ekki til að þessu hefði verið logið uppá hana, og sé ekki hvernig það er hægt að ljúga uppá einhvern að hann sé á flugvelli þegar hann er í fangelsi, þetta eru frekar ólíkir staðir.
Ég meinti ljúga um hvar hún var. Það vissi enginn, ekki einu sinni íslenska sendiráðið eða álíka, að hún hefði farið í fangelsi fyrr en löngu seinna.
Er klúður að gefa henni ekki að borða í, ef ég man rétt, 10 tíma og leyfa henni ekki að sofa fyrr en eftir fleiri tíma en það? Já
Það er ekki klúður - það eru mannréttindabrot. Ég veit svo sem ekki hvort þetta sé í einhverjum lögum, en þú skilur hvað ég meina. “Úps, við bara GLEYMDUM að gefa þér að borða í 10 tíma, klúúður!”. Ekki alveg…
Er klúður að hlekkja manneskju, sem braut einhver smávægileglög, á höndum og fótum og fylgja henni með vopnuðum öryggisvörðum í gegnum heilan flugvöll og niðurlægja hana þar með algjörlega? Innflytjendamál eru ekki eitthvað smámál í Bna, þetta er stórt vandamál og þeir verða að takast á við það. Einnig eru refsingar gegn glæpum miklu meiri en við þekkjum á Íslandi. Hún fékk einfaldlega þann flutning sem átti við.
Sem átti við? Hvernig á það við að niðurlægja manneskju fyrir framan ég veit ekki hvað marga? Það hefði verið skárra að fara með hana einhverstaðar bakvið, og sleppa að minnsta kosti járnunum á fótunum.